Kolefnishlutleysi náð 2020


Eitt af helstu markmiðum Mannvits í umhverfismálum er að draga úr sóun auðlinda í rekstri fyrirtækisins og ná kolefnishlutleysi. Árlega eru sett metnaðarfull markmið um notkun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri fyrirtækisins. Mannvit er með vottað umhverfisstjórnkerfi samkvæmt ISO 14001 og hefur til samræmis við það sett sér umhverfisstefnu og vaktar þýðingarmikla umhverfisþætti.

Í stefnumótun stjórnar árið 2018 var sett markmið um kolefnishlutleysi fyrirtækisins árið 2020 og náðist það markmið þegar losun, sem er á beinni ábyrgð fyrirtækisins, var jöfnuð í samvinnu við Kolvið, þ.e. samgöngur, raforkunotkun og úrgangur.

 

Á árinu 2020 dróst heildar losun saman um 9% sem er í takt við markmið fyrirtækisins en ástæða þess að ekki náðist frekari samdráttur á jafn skrítnu ári er fjöldi eftirlitsverkefna um allt land. Þannig jókst einnig losun á hvern ekinn kílómetra þar sem ekki var hægt að nýta rafmagns eða tengiltvinnbíla við eftirlitsverk. Það dró heldur betur úr alþjóðaflugi þó að innanlandsflug hafi aukist um leið og úrgangur og rafmagnsnotkun dróst saman.

 

Við viljum vera fyrirmynd í verki en leggjum líka áherslu á að helstu birgjar okkar hugi að umhverfis- og öryggismálum í rekstri sínum. Á árinu 2020 var framkvæmt birgjamat á stærstu birgjum fyrirtækisins. Komu niðurstöður þess vel út og jákvætt er að sjá hversu margir eru farnir að taka tillit til þessara atriða í rekstri. 

 

Mannvit nálgast verkefni með sjálfbærni að sjónarmiði. Dregið er eins og hægt er úr neikvæðum áhrifum á umhverfi og samfélag. Hugað er að því að nýta auðlindir á ábyrgan hátt, takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og skapa öruggar, visthæfar og hagkvæmar lausnir fyrir viðskiptavini sem skila þeim ábata til framtíðar. Við viljum stuðla að auknu hringrásarhagkerfi í byggingariðnaði með bættri nýtingu auðlinda yfir allan líftíma mannvirkja. Árið 2020 taldi 47% starfsfólks sig hafa komið að verkefnum sem taka mið af sjálfbærni og 62% fann fyrir auknum áhuga viðskiptavina á sjálfbærni. Það staðfestir að Mannvit er á réttri braut og verður sömu stefnu fylgt áfram.

 


„Árið 2020 taldi 47% starfsfólks sig hafa komið að verkefnum sem taka mið af sjálfbærni og 62% fann fyrir auknum áhuga viðskiptavina á sjálfbærni."

 

Fyrirtækið er ekki með virkt loftslagseftirlit eða stjórn á loftslagsáhættu en leggur upp úr því að öll ráðgjöf og hönnun sem Mannvit veitir viðskiptavinum sínum taki mið af sjálfbærni og þar með mögulegum áhrifum loftslagsbreytinga. Fyrirtækið er árlega með fjölda þróunarverkefna í gangi innanhúss sem meðal annars taka á orkuskiptum og bættri nýtingu auðlinda.

 

Markmið fyrirtækisins fram til ársins 2025 er að draga enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri og halda áfram kolefnisjöfnun á þeirri losun sem ekki tekst að jafna. Þá verður áfram unnið að innleiðingu sjálfbærni í verkefni með þeim hætti að allt starfsfólk telji sig vera að vinna á sjálfbæran, og ábyrgan hátt, við úrlausn sinna verka.

„Árið 2018 var sett markmið um kolefnishlutleysi fyrirtækisins árið 2020 og náðist það markmið.“

ESG frammistöðuvísar

Vísir Mælikvarði 2020 2019 2018
E1. Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 1 - tCO2 ígildi 94,9 75,8 75,1
E1. Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 2 - tCO2 ígildi 5,2 6,3 6,3
E1. Heildarmagn í CO2 ígildum, fyrir umfang 3 - tCO2 ígildi 57,0 82,6 87,7
E2. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda miðað við úttaksstærð - tCO2/starfsgildi 0,79 0,79 0,75
E2.  Heildarlosun lofttegunda annarra en gróðurhúsalofttegunda miðað við úttaksstærð á.e.v. á.e.v. á.e.v.
E3. Heildarmagn beinnar orkunotkunar - MWst á.e.v. á.e.v. á.e.v.
E3. Heildarmagn óbeinnar orkunotkunar - MWst 595,4 710,7 750,0
E4. Bein heildarorkunotkun miðað við úttakstærð - MWst 3,0 3,4 3,3
E5. Hlufall orkunotkunar eftir tegund orkuframleiðslu í prósentum 40%/60% 28%/72% 28%/72%
E6. Heildarmagn af vatni sem er notað - m3 31.090 29.574 32.753
E6. Heildarmagn af vatni sem er endurheimt - m3 0,0 0,0 0,0
E7. Fylgir fyrirtækið þitt formlegri umhverfisstefnu? Já/Nei
E7. Fylgir fyrirtækið þitt tilteknum stefnum fyrir úrgang, vatn, orku og/eða endurvinnslu? Já/Nei
E7. Notast fyrirtækið þitt við viðkennt orkustjórnunarkerfi? Já/Nei Nei Nei Nei
E8. Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengri áhættu? Já/Nei Nei Nei Nei
E9. Hefur æðsta stjórnunarteymi þitt eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengri áhættu? Já/Nei Nei Nei Nei
E10. Heildarfjármagn sem árlega er fjárfest í loftslagstengdum innviðum, seiglu eða vöruþróun á.e.v. á.e.v. á.e.v.

 

* á.e.v: Á ekki við